Wednesday, July 17, 2013

SIGURÐUR ANDREAN / AMNESTY INTERNATIONAL
Nafn: Sigurður Andrean Sigurgeirsson

Aldur: 21 árs


Staður: Reykjavík

Skóli:  Er að fara hefja nám í samtímadansi við Listaháskóla Íslands.

Starf: Herferðarstarfsmaður hjá Íslandsdeild Amnesty International

Í hverju felst starfið? 
Í starfi herferðarstarfsmanns felst fyrst og fremst í því að safna undirskriftum víðs vegar um Ísland fyrir ákveðnar aðgerðir til þess að sporna gegn alvarlegum mannréttindabrotum sem eru að gerast utan að heimi. Einnig erum við almennt að kynna fólki fyrir starfi Amnesty sem þekkja ekki til samtakanna en Amnesty Inernational er alhemshreyfing fólks sem berst fyrir mannréttindum og stuðlar að því að auka virðingu fyrir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna með því að grípa til aðgerða þegar grundvallarréttindi fólks eru vanvirt. 

Hvað þarf maður að vera gamall til að sækja um starf hjá amnesty?
 Maður þarf að vera orðinn lögráða :)

Hvernig er hægt að hjálpa?
 Það er margt sem hægt er að gera svo sem að gerast félagi. Við erum einnig komin með ótrúlega sniðugt sms-aðgerðanet sem virkar s.s. þannig að ef það eru einhver mjög alvarleg mannréttindabrot að gerast utan að heimi, og okkur vantar margar undirskriftir á stuttum tíma, þá sendum við aðgerðina í sms-i. Það eina sem aðilinn gerir er að senda Akall tilbaka og þá er undirskrift þeirra komin og þannig vonandi bjargað mannslífi. Við erum einnig með Netákallið okkar, þá sendum við út aðgerðir í netfang fólks og fólk getur gefið undirskrift sína þannig. Mig langar líka að hvetja ungt fólk sem vill kynna sér þetta betur og vill vera virkt í starfi Amnesty að kynna sér Ungliðahreyfinuna ( 16-25 ára) þar sem það getur tekið þátt í ýmsum herferðum og öðru skemmtilegu.

Hvernig hefur gengið hingað til? 
Það hefur gengið ótrúlega vel í sumar og flestir reiðubúnir að skrifa undir þær aðgerðir sem við erum með og taka afstöðu gegn mannréttindabrotum. Margir halda aftur á móti að ég sé að reyna selja þeim eitthvað og þá reynir það oft að forðast mann en þegar það fattar að þetta sé aðeins undirskrift þá snýr það oft við og skrifar undir.

Hver eru svona helstu áhugamál þín? 

Það er margt en það er aðallega dans og allskonar listir. Ég hef einnig gaman að því ferðast eins og flest öllum og kynnast nýjum menningarheimum og hef gríðarlegan áhuga á þrónuarstörfum. Ég hef mikinn áhuga á dýrum og festist oft yfir Animal planet allan daginn og svo get ég sokkið í teiknimyndablöð hehe..en þetta er bara brot af því sem vekur áhuga minn,  ég get verið allan daginn að telja það upp. 
Hvert stefniru í framtíðinni? 
Mig langar að komast í danskompaní og fá að dansa í nokkur ár og eftir það þá stefni ég á það að klára Masters gráðuna í þrónuarfræði og bjarga heiminum.

Uppáhalds staður á Íslandi?
 Heima hjá fjölskyldunni á Álftanesinu.

Uppáhalds borg? 
Yogjakarta í Indónesíu er án efa einhver skemmtilegasta borg sem ég hef komið til. Iðandi af lífi, fullt fallegum gömlum byggingum og minnisvörðum,  ótrúlegir markaðir að finna og er listaborg Indónesíu svo það eru gjörningar útum allt.

Hvar er hægt að fylgjast með störfum amnesty? 
Það er hægt að fylgast með okkur á www.amnesty.is


No comments:

Post a Comment