Monday, July 22, 2013

INNLIT/ÚTLIT - ÁSA BRÍETNafn: Ása Bríet Brattaberg
Aldur: 17 ára
Staður: 105 Reykjavík
Skóli: Er að læra klæðskera í Tækniskólanum
Starf: Hilton Reykjavík Nordica og VOX Restaurant

Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Auðvitað allt sem tengist tísku og hönnun. Ég eyði miklum tíma í að teikna, föndra og klippa. Ég elska að borða góðann mat, horfa á gamlar kvikmyndir og hugsa og pæla í hlutunum. Svo er ljósmyndum leyni áhugamálið mitt.

Hvert stefniru í framtíðinni?
Ég ætla að fara í fatahönnun í Listaháskólanum eftir Tækniskólann og svo mögulega í frekara nám erlendis. Markmiðið er að verða þekktur fatahönnuður með mitt eigið tískuhús í framtíðinni. Ég ætla að ná langt í því sem ég elska að gera.

Uppáhalds staður á Íslandi?
Miðbær Reykjavíkur.

Uppáhalds borg?
Washington útaf því að það er svo rosalega mikið áhugavert að skoða þar. En ég veit að ég eigi eftir að kolfalla fyrir New York þegar ég fer þangað, einhverntímann.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Sushi, lambalærið hans afa og pönnusteikt lúða. Svo elska ég ís!!

Hvar er hægt að fylgjast með þér?http://asabriet.blogspot.com/

VINNUSTOFANHÖNNUN EFTIR ÁSU BRÍET // UNGLIST

No comments:

Post a Comment