Monday, July 1, 2013

FOODPORN

KORNBRAUÐ

-Uppskrift-

200 g heilhveiti
175 g hveiti
100 g kornblanda
20 g pressuger
10 g salt
340 ml vatn

-Aðferð-

Myljið gerið með fingrunum og setjið saman við mjölið. Blandið öllu saman og vinnið rólega með krók í 2 mín. Vinnið síðan deigið á miðjuhraða í 5 mín. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. undir rökum klút eða þar til deigið hefur ca. tvöfaldast. Mótið deigið, penslið með vatni og veltið upp úr kornblöndunni. Setjið í tvö form og látið hefast aftur í um 30 mín. Stillið ofninn í 240°C og setjið brauðið í ofninn, úðið vatni í ofninn um leið og brauðið fer inn og lokið strax. Lækkið hitann niður í 220°C og bakið í um 30 mín.

No comments:

Post a Comment