Friday, September 6, 2013

LOOKBOOK

Mega flott lookbook video frá Rosa Bryndis
 þar má sjá væntanlega spring/summer 2014 línu þeirra !!

www.rosabryndis.com

Tuesday, September 3, 2013

Friday, August 30, 2013

HVER ER ÍRIS DÖGG?


Nafn: Íris Dögg Einarsdóttir
Aldur: 29 ára
Staður: Reykjavík
Starf: Ljósmyndari

 Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Ljósmyndun, tónlist, hugleiðsla, ferðast, andleg málefni, Bókmenntir, yoga, og fólkið mitt er það fyrsta sem kemur upp

Hvað hefur þú starfað lengi sem ljósmyndari?
Ég er eiginlega búin að vera með hugan við ljósmyndun á einhvern hátt síðan ég var barn. Tók t.d. mín fyrstu ljósmyndaverkefni samhliða náminu í menntaskóla. Svo flutti ég til Danmerkur til þess að læra ljósmyndun og steig svo mín fyrstu skref þar.

Hvað er það besta við starf þitt?
Hvað það er fjölbreytt og sjúklega krefjandi.

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið?
Ég reyni einvörðungu að taka að mér verkefni sem mér finnst skemmtileg, svo það er ógerlegt að velja eitt.

Síðasta verkefni?
Ég var að vinna síðast fyrir Smáralind og NUDE magazine

Uppáhalds staður á Íslandi?
Ég hreinlega elska allt sem viðkemur landinu okkar. Eftir að hafa búið erlendis um nokkurt skeið er ekkert betra en Ísland.

Uppáhalds borg?
Ég veit ekki hvort ég geti gert upp á milli Berlín eða New York.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Víetnamskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars er maðurinn minn orðin helvíti góður að elda tælenskt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
 www.irisdoggeinars.com

Thursday, August 29, 2013

HVER ER SIF BALDURSDÓTTIR?Nafn: Sif Baldursdóttir
Aldur: Nýorðin 26 ára
Starf: Fatahönnuður
Staður: Miðbæjarrotta inn við beinið, en bý í Kópavogi í bili

Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Tónlist, tungumál og allt sem er fallegt. Já og ég elska hesta, þó ég hafi því miður ekki átt hest í um 10 ár.
Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður? Ég útskrifaðist fyrir rúmlega 3 árum og var í starfsnámi hjá ítölsku merki sem heitir Vivetta alla síðustu önnina mína í skólanum, síðan var ég hjá bresku nærfatamerki sem heitir Loulou Loves You og svo hjá vinum mínum þeim Agi&Sam sem hanna gullfallegar karlmannsflíkur í alls konar prentum. Síðan tók ég mér smá pásu en hef verið að sinna þessu af fullum krafti undanfarna 6 mánuði.
Hefur þú lært fatahönnun?
Ég lærði fatahönnun við Istituto Marangoni í Mílanó, sem var einmitt verið að kjósa einn af 10 bestu fatahönnunarskólum í heimi á fashionista.com, gaman að því!

Hvaðan sækir þú innblástur í hönnunina þína?
Tónlist og mínum eigin litla draumaheimi, ég er mikill dagdreymari.
Hvert stefnir þú í framtíðinni? Mig langar að byggja hægt og rólega upp þetta fyrirtæki án þess að steypa mér í neinar skuldir. Planið er að byrja að selja líka erlendis á næsta ári og síðan væri náttúrulega gaman að bæta inn fatalínu fyrir karla þar sem ég sérhæfði mig eiginlega í því í náminu mínu, þó svo að það verði ekki alveg strax.

Uppáhalds staður á Íslandi? Því miður þá hef ég svo lítið ferðast um á þessari blessuðu eyju þannig að ég verð eiginlega bara að segja Reykjavík!
Uppáhalds borg?  Stokkhólmur þar sem ég bjó til 12 ára aldurs.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Grænmetishamborgari og franskar.
Hvar er hægt að fylgjast með þér?   Á facebook síðu kyrju (www.facebook.com/kyrjacollections) og svo verður hægt að kaupa fötin mín í uppáhalds búðinni minni, Kiosk á Laugavegi 65.


KYRJA LOOKBOOK A/W 13/14

Ljósmyndari: Marsý Hild Þórsdóttir
Model: Marilyn Rose
Make-up: Bunny Hazel Clarke

Monday, August 26, 2013

HVER ER ÚLFAR LOGA?Nafn: Úlfar Loga 
Aldur: 20 ára 
Staður: Reykjavík
Starf: Pössunarpía

Hver eru svona helstu áhugamál þín? 
Mitt fyrsta og fremsta áhugamál er ljósmyndun og myndvinnsla en svo er ég mikill áhugamaður um star trek og er með mikið blæti fyrir skipum.

Hvað hefur þú verið að mynda lengi?
Ég byrjaði að mynda þegar ég var svona 15 ára en byrjaði ekki að alvöru fyrr en ég var 17 ára.

Hvert stefnir þú í framtíðinni?
Langtíma markmið mitt er að verða ljósmyndari en svo langar mig að stofna mitt eigið tímarit og opna gallerí, hvort sem það er hér á landi eða erlendis.

Uppáhalds staður á Íslandi?
Ég verð að segja Harlem, ég elska að koma þar inn og dansa uppi á borðum í sveittu andrúmslofti.

Uppáhalds borg?
Ég hef reyndar bara komið þangað einusinni en ég verð að segja Berlín, ég féll bara fyrir þeirri borg þegar ég fór þangað síðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Þeir sem þekkja mig vel vita það að ég er mikill matmaður og að ég elska að borða en samt á ég erfitt með að velja einhvern einn mat, en ég verð að segja flestir sjávarréttir, I love me some seafood.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
Þið getið fylgst með mér á blogginu mínu www.ulfarloga.blogspot.com, ég skrifa ekki mikið heldur pósta ég bara myndum úr mínu lífi og einstaka sinnum einhverjum verkefnum sem ég er að vinna að. Fyrstu færsluna setti ég inn 1 Febrúar 2011 sem gerir það næstum því 2 ½ árs. Endilega kíkjið á það og fylgist með.HELICOPTER /// HELGA LILJA


Hvernig myndir þú lýsa þér? 
Sem ágætlega hressri manneskju sem reynir að vera eins dugleg og hún getur. 

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður?
Helicopter hef ég starfrækt í núverandi mynd í rúm tvö og hálft ár en hef starfað sem fatahönnuður, að einhverju leiti, í fimm ár í rauninni. 

Hefur þú lært fatahönnun? Ef svo hvar?
Ég lærði fatahönnun hér heima á Íslandi í Listaháskóla Íslands en fór sem skiptinemi til Amsterdam í Gerrit Rietveld. Þar finnst mér ég hafa lært það sem ég þurfti á að halda fyrir framtíðina, hingað til. 

Hvað er það besta við starf þitt?
Sveigjanleikinn.

Stutt lýsing á Kiosk?
Kiosk er samstarf sjálfstætt starfandi hönnuða. Í dag eru sjö hönnuðir sem sameina krafta sína þar. Við erum öll eigendur búðarinnar og hjálpumst að við rekstur búðarinnar. 

Hver er stærsti kostur Kiosk?
Máttur fjöldans hefur mikið að segja í Kiosk. Að reka búð alveg sjálfstætt er meira en að segja það. Við erum öll vinir og getum hjálpast að með ýmiskonar þætti hönnunarinnar. Búðin er á góðum stað og birtan þar inni er mjög góð. 

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

MYNDAÞÁTTUR - HELICOPTER

Ljósmyndari - Margrét Unnur
Stílisering - Anna Maggý
Make-up - Helga Fjóla
Módel - Una @Elite

Saturday, August 24, 2013

Adulescentulus-Sýning í KIOSKYoYo

Gleðilega menningarnótt!
Við hvetjum alla til að kíkja á menninguna í miðbæ Reykjavíkur.
Einnig hvetjum við ykkur til að kíkja við í KIOSK á laugarvegi 65 þar sem við adulescentulus verðum með ljósmyndasýningu.


Friday, August 23, 2013

AMPERSANDNafn? 
Ampersand - Anna Sóley Viðarsdóttir - Eva Dögg Rúnarsdóttir

Aldur? 
Næstum 1. árs(Ampersand) - 26(Anna) - 29(Eva)

Staður?
 
Kaupmannahöfn - Nørrebro

Starf?
 
Eiga og reka verslun og það sem við erum að gera í studíóinu hverju sinni. Það getur verið allt frá flétta fléttur og yfir í áform um heimsyfirráð. Svo stundum erum við fléttarar og stundum erum við bisnesskonur og allt þar á milli. En svona yfirleitt erum við hönnuður, stílisti, höfundur og fabulous. 

Áhugamál? 
Ampersand, matargerð og borða til að hámarks orku og árángur, Þemu, klæða okkur, klæða okkur úr, Dansa, yoga, pilates, allt yfirnáttúrulegt og einhyrningar svo fátt eitt sé nefnt.
Uppáhlads matur?
Heimagert glúteinfrítt og vegan baunatacos, sem sameinar okkur á margan hátt: Mexicoást, matargerðarást, matarást og heilbrigði.

Hvað er Ampersand?
Síbreytilegt verkefni okkar vinkvenna. Litla búðin okkar og griðarstaður. Kreatívur suðupottur og uppspretta innblásturs og góðra samverustunda. Annars er Ampersand bara það sem við látum það vera og áþreyfanlegi hlutinn af persónuleika okkar.

Hvernig varð hugmyndin að Ampersand til?
Hún varð til þegar við sátum og lásum tarot spil með te í annarri og sennilega súkkulaði í hinni og ræddum framtíðina. Eva var ólétt og þetta var okkar helsta áhugamál á þeim tíma. Við eyddum ófáum kvöldum í þessa iðju og Ampersand var svona hugmynd sem byrjaði að mótast þá og er enn í mótun.

Hvernig vörur seljið þið?
Við seljum það sem okkur finnst fallegt og vörur sem okkur þykir vænt um. Mikilvægast finnst okkur að þekkja uppruna vörunnar og hafa ástríðu fyrir því að koma henni út í heiminn.

Hvar er búðin staðsett?
Hún er á Jægersborggade í Nørrebro. Við búum báðar steinsnar frá og hér í kring má nær alltaf finna okkur. Við búum í sátt og samlyndi með vinalegum glæpamönnum, hippamömmum og helgarpöbbum.

Hvar er hægt að fylgjast með ykkur? 
Við erum með blogg þar sem við skrásetjum líf okkar, listir og gjörðir: www.houseofampersand.tumblr.com svo erum við með instagram: houseofampersand, facebook: www.facebook/houseofampersand og twitter: ampersandcph. Svo við erum allstaðar. Við erum einnig heimasíðuna okkar í vinnslu en ykkur verður boðið í partý þegar hún er tilbúin.

Myndir af AMPERSAND
Stúlkurnar eru einnig með skemmtilegt blogg um lífið og listir.
Endilega tjékkið inná
 www.houseofampersand.tumblr.com

S N I L L D!


Wednesday, August 21, 2013

HVER ER ELÍSABET KARLSDÓTTIR?


Nafn: Elísabet Karlsdóttir
Aldur: 25
Staður: Reykjavík/ Egilsstaðir
Starf: Var sumarstarfsmaður hjá Eimskip í sumar en er í atvinnuleit þessa daganna. Svo er ég líka LungA skipuleggjandi.
Áhugamál? Tíska, hönnun, pólitík, góður matur, fjallgöngur, listir, ferðalög og framandi lönd.
Hvar hefur þú lært fatahönnun? Ég útskrifaðist frá Lhí nú í vor, en áður hafði ég svo farið bæði í hönnunarlýðháskóla í Danmörku og verið á listnámsbraut í ME.
Afhverju fatahönnun? Afþví að það er svo fjölbreytt og getur verið bæði mjög skapandi og alveg rosalega praktískt.
Skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytnin. Það er ótrúlega gaman að fylgja hugmynd frá byrjun til enda.
Uppáhalds hönnuður? Erfitt að velja, en get nefnt Raf Simons, Phoebe Philo, Roksanda Ilincic og svo eru þeir Jack McCollough and Lazaro Hernandez hjá Proenza Schouler líka í miklu uppáhaldi
Hvar sérðu þig eftir 3 ár? Ég á mjög erfitt með að gera langtímaáætlanir, en það er á dagskránni að fara út og öðlast starfsreynslu hjá einhverju spennandi fyrirtæki.
Uppáhalds staður á Íslandi? Ísland kemur mér alltaf á óvart þegar ég kemst upp á hálendið í fjarlægð frá byggð, án þess þó að nefna einn stað.
Uppáhalds borg? London
Uppáhalds matur? Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og svo klikkar mamma aldrei á lambalærinu.
Hvar er hægt að fylgjast með þér? Hef ekki verið nógu dugleg að setja inn á bloggið, en hér er samt hægt að fá smá innsýn inn í lokaverkefnið mitt: http://elisabetkarls.tumblr.com/


///
EDITORIAL


Flíkur eru hönnun Elísabetar Karlsdóttur
Ljósmyndari: Margrét Unnur
Stílisering: Eva Katrín Baldursdóttir
Módel: Kristín Larsdóttir og Vera Hilmarsdóttir
Förðun: Helga Karólína Karlsdóttir 
Hár: Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir

Tuesday, August 20, 2013

INNLIT/ÚTLIT - ANTON ÖRN


Nafn: Anton Örn Rúnarsson 
Aldur: 17 ára 
Staður: Reykjavík 
Skóli: Menntaskólinn við Hamrahlíð 
Starf: Hreinsitækni (burstagerðarmeistari) 
Áhugamál: vera í tölvunni, hanna. blogga, borða ís, fjárfesta í fötum. 
Uppáhalds matur: Sushi, Lambalæri, Pörrusteik, grjónagrautur, fiskur. 
Uppáhaldsborg: Hands down Los Angeles og New York. 
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Akureyri og Miðbær Reykjavíkur. 
Framtíðarplön: að gerast fatahönnuður og vera einn af stóru fatamerkjunum og bloggari. 
Hvar er hægt að fylgjast með þér? http://berjumst.blogspot.com/
 10 UPPÁHALDSHLUTIR
kveikur - sigurrós / louis vuitton mynd / fataskápurinn minn / bang & olufsen vintage útvarp / vasi / apple tölvan mín / love greatest hits / vintage myndavél / macbook pro, ipad og iphone / beneventum skólablað mh / kenzo peysan mín

MUSICMUSE

Rock duo sem samanstendur af þeim Ryan Gosling og Zach ShieldsSunday, August 18, 2013

NOSTALGÍA

Björk back in the days.
''You shouldn't let poets lie to you''


HEKLA ELÍSABET


Nafn: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Aldur: 24 ára
Staður: 101 Reykjavík 


Áhugamál? 
Fólk, menning, leikhús, kvikmyndir, tíska, handritagerð, sögur, húmor, tungumál, diskó, kettlingar, náttúra, ferðalög, list, hamingja og litlu hlutirnir í lífinu.

Starf?
Blaðamaður hjá NUDE magazine, freelance textahöfundur, umönnun aldraðra hjá Reykjavíkurborg í hlutastarfi og í haust mun ég einnig þjálfa ræðulið MR, hlakka mikið til þess.

Skemmtilegasta við starfið?
Fjölbreytnin, fólkið og lærdómurinn, ég er einstaklega þakklát fyrir að fá að vinna við áhugamálin mín og er alltaf að læra eitthvað nýtt.

hvar sérðu þig eftir 3 ár?

Eftir þrjú ár verð ég eflaust útskrifuð af námsbrautinni Fræði og framkvæmd við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands en ég er að byrja í því í haust. Ég verð trúlega farin að huga að framhaldsnámi í handritagerð og búin að koma mér upp fallegu heimili með allt of mörgum kisum og ennþá að skrifa fyrir NUDE. Vonandi verð ég líka búin að ljúka við handrit í fullri lengd sem ég er fullkomlega sátt með.

Uppáhalds staður á Íslandi?

Seyðisfjörður, Rauðisandur, Seljavallalaug og Höggmyndagarður Einars Jónssonar.
Uppáhalds borg? 
Ég hef ferðast til margra landa en Reykjavík er samt alltaf uppáhalds borgin mín með öllum sínum kostum og göllum. Leim svar en þannig er það bara.

Uppáhalds matur?
Laxatartar sem ég geri sjálf og Nam Tok á Krua Thai