Wednesday, July 24, 2013

HILDUR YEOMAN

Mynd - Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir

Hvernig myndir þú lýsa þér?
Ég starfa sem fatahönnuður og teiknari, er mjög litaglöð, hef mikla ævintýraþrá og þarf alltaf að vera að upplifa og prófa eitthvað nýtt. Ég nota teikninguna sem útgangspunkt í hönnuninni minni, galdra upp heima og geima með henni sem allskyns vörur spretta upp úr. Eins og veggverk, fatnaður og aukahlutir. Það er því alltaf nokkrar leiðir fyrir fólk til að taka þátt í ævintýraheiminum. Það sem ber mest á í Kiosk eru heklaðir og handbróderaðir aukahlutir. Flestir bjóða þeir upp á að hægt sé að nota þá á nokkra mismunandi vegu. Engir tveir eru eins og þeir koma í allskyns litum, þannig að allar dömur ættu að geta fundið sinn draumagrip.

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður?
Ég hef verið að vinna fyrir mig og aðra frá því að ég útskrifaðist úr skólanum vorið 2006.

Hefur þú lært fatahönnun? Ef svo hvar?
Ég lærði fatahönnun við LHÍ, kíkti líka aðeins í skiptinám til Berlínar sem var fróðlegt og skemmtilegt. Ég hef einnig farið í starfsnám til aukahlutaprinsessanna hjá Yazbukey í París og til skoska prentsnillingsins Jonathan Saunders í London.

Hvað er það besta við starf þitt?

Fjölbreytileikinn og ævintýramennskan finnst mér skemmtilegust.

Stutt lýsing á Kisok?
Kiosk er æðisleg lítil búð á Laugavegi 65 sem nokkrir íslenskir hönnuðir reka saman. Við seljum hágæða íslenska hönnun eftir okkur, oft hluti sem þú getur ekki nálgast annar staðar. Þú getur gengið að því vísu að hitta alltaf einn hönnuðanna í versluninni sem er mjög skemmtilegt.

Hverjir eru stærstu kostir Kiosk?

 Allir snillingarnir sem reka verslunina með mér.


Hvar er hægt að fylgjast með þér?www.hilduryeoman.com og hér á facebook.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

MYNDAÞÁTTUR - HILDUR YEOMAN

Ljósmyndari - Hanna Þóra
Stílisering - Anna Maggý
Make-up - Helga Fjóla
Módel - Brynja G @Eskimo

Sérstakar þakkir - KIOSK, GK og Kron Kron


Allt skart HILDUR YEOMAN / Kjóll - GK mcq by alexander mcqueen / Bolur - Kronkron 

No comments:

Post a Comment