Tuesday, July 9, 2013

KIOSK


Kiosk er búð staðsett í hjarta bæjarins á laugavegi 65. Kiosk er rekin af sjö ungum hönnuðum sem sameina krafta sína. Hönnuðurnir eru Eyglo, Hlín Reykdal, Helicopter/Helga Lilja, Hildur Yeoman, Kristjana Williams, Milla Snorrason/Borghildur og Sonja Bent.
Verslunin er full af fallegri íslenskri fatahönnun og fylgihlutum.


Það sem okkur finnst skemmtilegast við búðina er að sjálfir hönnuðurnir skiptast á að afgreiða í búðinni og taka öll mjög hlýlega á móti manni. Þau eru í beinum tengslum við kúnnana og vita allt um vörur hvors annars.

Nú um daginn var búðin valin "The best place to stock up on Icelandic fashion design" samkvæmt Reykjavík Grapevine.

Við mælum eindregið með að fólk kíki í þessa fallegu búð.

Á næstu dögum munum við birta myndaþætti og viðtöl við nokkra fatahönnuði sem selja hönnun sína í Kiosk


Nokkrar myndir úr Kiosk
No comments:

Post a Comment