Tuesday, July 9, 2013

MILLA SNORRASON / BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR

-Mynd eftir Sögu Sig-


Hvernig myndir þú lýsa þér? 
Ég er fatahönnuður og legg áherslu á gæði, þægindi og kvenleika í bland við léttleika og gleði í hönnun minni. Ég nota Ísland að miklu leiti sem innblástur og fyrir hverja línu tek ég fyrir einn stað á landinu. 

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður? 
Ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir rúmu ári síðan en var líka eitthvað að fikta fyrir það. 

Hefur þú lært fatahönnun? Ef svo hvar? 
Ég lærði í LHÍ og fór í starfsnám hjá Rue Du Mail í París og Peter Jensen og Erdem í London. 

Hvað er það besta við starf þitt? 
Að fá tækifæri til að skapa er það besta og svo er ólýsanlega góð tilfinning að sjá flottar konur í fötunum mínum. 

Stutt lýsing á Kiosk?
Verslun sem selur vandaða íslenska fatahönnun og fylgihluti. Kiosk er líka frábær hópur af ólíkum og áhugaverðum einstaklingum sem styðja hvorn annan, vinna vel saman og ég er svo þakklát fyrir að vera meðlimur!

Hverjir eru stærstu kostir Kiosk?
Samvinnan, stuðningurinn og félagsskapurinn. 


------------------------------------------------------------------------------------------------------------

MYNDAÞÁTTUR - MILLA SNORRASON
Ljósmyndari - Hanna Þóra
Stílisering - Anna Maggý
Model - Ólöf Ragna
Sérstakar þakkir - Kiosk og Lilja Guðmunds


No comments:

Post a Comment