Tuesday, July 23, 2013

HVER ER EYGLÓ GÍSLA?

Nafn: Eygló Gísladóttir

Aldur: 25 ára
 

Staður: Reykjavík
 

Starf: Nemi í Ljósmyndaskólanum eins og er.

Hver eru svona helstu áhugamál þín? Ferðast og skoða aðra menningarheima, ljósmyndir, tónlist, almenn lífsspeki, fólk,
heimildamyndir o.fl.

Hvað hefur þú starfað lengi sem ljósmyndari? Ég er ekki búin að starfa mjög lengi sem ljósmyndari en ég er búin að vera með myndavél síðan ég var lítil stelpa, og árið 2010 ákvað ég að fara í Myndlistaskólann í Rvk að læra að framkalla og fannst það svo gaman að ég skráði mig í Ljósmyndaskólann haustið 2011 og er að byrja á 3.árinu þar í haust, útskriftarárinu, og hlakka til að sjá hvert framhaldið fer með mig!

Hvað er það besta við starf þitt? Ég get ómögulega nefnt eitthvað eitt sérstakt. Það eru forréttindi að geta unnið við áhugamálið sitt.

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið? Þegar ég myndaði fyrir Nike og þau skipti sem ég hef myndað Agnesi söngkonu úr Sykur. Hún er einstök og mikill karakter!

Síðasta verkefni? Ég myndaði atvinnugolfara að spila golf á snekkju í síðustu viku.

Uppáhalds staður á Íslandi?
Það sem ég hef séð af Austurlandinu er rosa fallegt og ég hlakka til að ferðast fyrsta hringinn minn kringum landið í ágúst með góðum vinum.

Uppáhalds borg? London.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? At the moment er það heimatilbúið BBQ kjúklingasalat með sesamfræjum, miklu avakadó, káli, döðlum, möndlum og stundum rauðlauk. mmmmhhh...

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Bloggið mitt er
www.eyglogisla.blogspot.com.
Ég er líka á flestum þessum samfélagsmiðlum, tumblr, instagram, facebook etc. Og finnst undir eyglogisla á þeim.


hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir eftir eygló gísla

No comments:

Post a Comment