Tuesday, August 6, 2013

JONATAN GRETARSON



Nafn: Jónatan Grétarsson.

Aldur: 34.

Staður: Reykjavík. 

Starf: Ljósmyndari. 

Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Er svo heppinn að starfa við mitt stærsta áhugamál. 

Hvað hefur þú starfað lengi sem ljósmyndari? 
14 ár.

Hvað er það besta við starf þitt? 
Ótrúlega fjölbreytt og gefur manni tækifæri á því að hitta mikið af áhugaverðum einstaklingum.

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið? 
Hef fengið tækifæri til að gera mörg skemmtileg verkefni á þessum tíma og þar á meðal að fikta við að búa til það sem ég kýs að kalla MusicVideoPortrait, sem eru tónlistarmyndbönd jafnframt því að vera einskonar portrett af tónlistarmönnum. Hægt er að kíkja á nokkur þeirra á heimasíðunni minni og á youtube. 

Síðasta verkefni?
Fékk tækifæri til að vinna með Bóasi Kristjánssyni hönnuði Karbon og var afraksturinn ljósmyndasýning sem sett var upp á tískuvikunni í París í Gallery L.J. og voru myndirnar af sumarlínu Karbon fyrir árið 2014. 

Uppáhalds staður á Íslandi?
Hann nær allt frá Eyjafjöllum til Hafnar í Hornafirði. 

Uppáhalds borg?
Florence. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Grillaður humar er í miklu uppáhaldi. 

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
Hægt er að fylgjast með mér á www.jonatangretarsson.com og
flestum öðrum samskiptamiðlum.



















No comments:

Post a Comment