Wednesday, August 21, 2013

HVER ER ELÍSABET KARLSDÓTTIR?


Nafn: Elísabet Karlsdóttir
Aldur: 25
Staður: Reykjavík/ Egilsstaðir
Starf: Var sumarstarfsmaður hjá Eimskip í sumar en er í atvinnuleit þessa daganna. Svo er ég líka LungA skipuleggjandi.
Áhugamál? Tíska, hönnun, pólitík, góður matur, fjallgöngur, listir, ferðalög og framandi lönd.
Hvar hefur þú lært fatahönnun? Ég útskrifaðist frá Lhí nú í vor, en áður hafði ég svo farið bæði í hönnunarlýðháskóla í Danmörku og verið á listnámsbraut í ME.
Afhverju fatahönnun? Afþví að það er svo fjölbreytt og getur verið bæði mjög skapandi og alveg rosalega praktískt.
Skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytnin. Það er ótrúlega gaman að fylgja hugmynd frá byrjun til enda.
Uppáhalds hönnuður? Erfitt að velja, en get nefnt Raf Simons, Phoebe Philo, Roksanda Ilincic og svo eru þeir Jack McCollough and Lazaro Hernandez hjá Proenza Schouler líka í miklu uppáhaldi
Hvar sérðu þig eftir 3 ár? Ég á mjög erfitt með að gera langtímaáætlanir, en það er á dagskránni að fara út og öðlast starfsreynslu hjá einhverju spennandi fyrirtæki.
Uppáhalds staður á Íslandi? Ísland kemur mér alltaf á óvart þegar ég kemst upp á hálendið í fjarlægð frá byggð, án þess þó að nefna einn stað.
Uppáhalds borg? London
Uppáhalds matur? Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og svo klikkar mamma aldrei á lambalærinu.
Hvar er hægt að fylgjast með þér? Hef ekki verið nógu dugleg að setja inn á bloggið, en hér er samt hægt að fá smá innsýn inn í lokaverkefnið mitt: http://elisabetkarls.tumblr.com/


///
EDITORIAL


Flíkur eru hönnun Elísabetar Karlsdóttur
Ljósmyndari: Margrét Unnur
Stílisering: Eva Katrín Baldursdóttir
Módel: Kristín Larsdóttir og Vera Hilmarsdóttir
Förðun: Helga Karólína Karlsdóttir 
Hár: Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir





No comments:

Post a Comment