Sunday, August 18, 2013

HEKLA ELÍSABET


Nafn: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Aldur: 24 ára
Staður: 101 Reykjavík 


Áhugamál? 
Fólk, menning, leikhús, kvikmyndir, tíska, handritagerð, sögur, húmor, tungumál, diskó, kettlingar, náttúra, ferðalög, list, hamingja og litlu hlutirnir í lífinu.

Starf?
Blaðamaður hjá NUDE magazine, freelance textahöfundur, umönnun aldraðra hjá Reykjavíkurborg í hlutastarfi og í haust mun ég einnig þjálfa ræðulið MR, hlakka mikið til þess.

Skemmtilegasta við starfið?
Fjölbreytnin, fólkið og lærdómurinn, ég er einstaklega þakklát fyrir að fá að vinna við áhugamálin mín og er alltaf að læra eitthvað nýtt.

hvar sérðu þig eftir 3 ár?

Eftir þrjú ár verð ég eflaust útskrifuð af námsbrautinni Fræði og framkvæmd við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands en ég er að byrja í því í haust. Ég verð trúlega farin að huga að framhaldsnámi í handritagerð og búin að koma mér upp fallegu heimili með allt of mörgum kisum og ennþá að skrifa fyrir NUDE. Vonandi verð ég líka búin að ljúka við handrit í fullri lengd sem ég er fullkomlega sátt með.

Uppáhalds staður á Íslandi?

Seyðisfjörður, Rauðisandur, Seljavallalaug og Höggmyndagarður Einars Jónssonar.
Uppáhalds borg? 
Ég hef ferðast til margra landa en Reykjavík er samt alltaf uppáhalds borgin mín með öllum sínum kostum og göllum. Leim svar en þannig er það bara.

Uppáhalds matur?
Laxatartar sem ég geri sjálf og Nam Tok á Krua Thai

No comments:

Post a Comment