Friday, August 23, 2013

AMPERSAND



Nafn? 
Ampersand - Anna Sóley Viðarsdóttir - Eva Dögg Rúnarsdóttir

Aldur? 
Næstum 1. árs(Ampersand) - 26(Anna) - 29(Eva)

Staður?
 
Kaupmannahöfn - Nørrebro

Starf?
 
Eiga og reka verslun og það sem við erum að gera í studíóinu hverju sinni. Það getur verið allt frá flétta fléttur og yfir í áform um heimsyfirráð. Svo stundum erum við fléttarar og stundum erum við bisnesskonur og allt þar á milli. En svona yfirleitt erum við hönnuður, stílisti, höfundur og fabulous. 

Áhugamál? 
Ampersand, matargerð og borða til að hámarks orku og árángur, Þemu, klæða okkur, klæða okkur úr, Dansa, yoga, pilates, allt yfirnáttúrulegt og einhyrningar svo fátt eitt sé nefnt.
Uppáhlads matur?
Heimagert glúteinfrítt og vegan baunatacos, sem sameinar okkur á margan hátt: Mexicoást, matargerðarást, matarást og heilbrigði.

Hvað er Ampersand?
Síbreytilegt verkefni okkar vinkvenna. Litla búðin okkar og griðarstaður. Kreatívur suðupottur og uppspretta innblásturs og góðra samverustunda. Annars er Ampersand bara það sem við látum það vera og áþreyfanlegi hlutinn af persónuleika okkar.

Hvernig varð hugmyndin að Ampersand til?
Hún varð til þegar við sátum og lásum tarot spil með te í annarri og sennilega súkkulaði í hinni og ræddum framtíðina. Eva var ólétt og þetta var okkar helsta áhugamál á þeim tíma. Við eyddum ófáum kvöldum í þessa iðju og Ampersand var svona hugmynd sem byrjaði að mótast þá og er enn í mótun.

Hvernig vörur seljið þið?
Við seljum það sem okkur finnst fallegt og vörur sem okkur þykir vænt um. Mikilvægast finnst okkur að þekkja uppruna vörunnar og hafa ástríðu fyrir því að koma henni út í heiminn.

Hvar er búðin staðsett?
Hún er á Jægersborggade í Nørrebro. Við búum báðar steinsnar frá og hér í kring má nær alltaf finna okkur. Við búum í sátt og samlyndi með vinalegum glæpamönnum, hippamömmum og helgarpöbbum.

Hvar er hægt að fylgjast með ykkur? 
Við erum með blogg þar sem við skrásetjum líf okkar, listir og gjörðir: www.houseofampersand.tumblr.com svo erum við með instagram: houseofampersand, facebook: www.facebook/houseofampersand og twitter: ampersandcph. Svo við erum allstaðar. Við erum einnig heimasíðuna okkar í vinnslu en ykkur verður boðið í partý þegar hún er tilbúin.

Myndir af AMPERSAND
Stúlkurnar eru einnig með skemmtilegt blogg um lífið og listir.
Endilega tjékkið inná
 www.houseofampersand.tumblr.com





S N I L L D!






No comments:

Post a Comment