Friday, August 30, 2013

HVER ER ÍRIS DÖGG?


Nafn: Íris Dögg Einarsdóttir
Aldur: 29 ára
Staður: Reykjavík
Starf: Ljósmyndari

 Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Ljósmyndun, tónlist, hugleiðsla, ferðast, andleg málefni, Bókmenntir, yoga, og fólkið mitt er það fyrsta sem kemur upp

Hvað hefur þú starfað lengi sem ljósmyndari?
Ég er eiginlega búin að vera með hugan við ljósmyndun á einhvern hátt síðan ég var barn. Tók t.d. mín fyrstu ljósmyndaverkefni samhliða náminu í menntaskóla. Svo flutti ég til Danmerkur til þess að læra ljósmyndun og steig svo mín fyrstu skref þar.

Hvað er það besta við starf þitt?
Hvað það er fjölbreytt og sjúklega krefjandi.

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið?
Ég reyni einvörðungu að taka að mér verkefni sem mér finnst skemmtileg, svo það er ógerlegt að velja eitt.

Síðasta verkefni?
Ég var að vinna síðast fyrir Smáralind og NUDE magazine

Uppáhalds staður á Íslandi?
Ég hreinlega elska allt sem viðkemur landinu okkar. Eftir að hafa búið erlendis um nokkurt skeið er ekkert betra en Ísland.

Uppáhalds borg?
Ég veit ekki hvort ég geti gert upp á milli Berlín eða New York.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Víetnamskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars er maðurinn minn orðin helvíti góður að elda tælenskt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
 www.irisdoggeinars.com

No comments:

Post a Comment