Thursday, August 29, 2013

HVER ER SIF BALDURSDÓTTIR?Nafn: Sif Baldursdóttir
Aldur: Nýorðin 26 ára
Starf: Fatahönnuður
Staður: Miðbæjarrotta inn við beinið, en bý í Kópavogi í bili

Hver eru svona helstu áhugamál þín?
Tónlist, tungumál og allt sem er fallegt. Já og ég elska hesta, þó ég hafi því miður ekki átt hest í um 10 ár.
Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður? Ég útskrifaðist fyrir rúmlega 3 árum og var í starfsnámi hjá ítölsku merki sem heitir Vivetta alla síðustu önnina mína í skólanum, síðan var ég hjá bresku nærfatamerki sem heitir Loulou Loves You og svo hjá vinum mínum þeim Agi&Sam sem hanna gullfallegar karlmannsflíkur í alls konar prentum. Síðan tók ég mér smá pásu en hef verið að sinna þessu af fullum krafti undanfarna 6 mánuði.
Hefur þú lært fatahönnun?
Ég lærði fatahönnun við Istituto Marangoni í Mílanó, sem var einmitt verið að kjósa einn af 10 bestu fatahönnunarskólum í heimi á fashionista.com, gaman að því!

Hvaðan sækir þú innblástur í hönnunina þína?
Tónlist og mínum eigin litla draumaheimi, ég er mikill dagdreymari.
Hvert stefnir þú í framtíðinni? Mig langar að byggja hægt og rólega upp þetta fyrirtæki án þess að steypa mér í neinar skuldir. Planið er að byrja að selja líka erlendis á næsta ári og síðan væri náttúrulega gaman að bæta inn fatalínu fyrir karla þar sem ég sérhæfði mig eiginlega í því í náminu mínu, þó svo að það verði ekki alveg strax.

Uppáhalds staður á Íslandi? Því miður þá hef ég svo lítið ferðast um á þessari blessuðu eyju þannig að ég verð eiginlega bara að segja Reykjavík!
Uppáhalds borg?  Stokkhólmur þar sem ég bjó til 12 ára aldurs.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Grænmetishamborgari og franskar.
Hvar er hægt að fylgjast með þér?   Á facebook síðu kyrju (www.facebook.com/kyrjacollections) og svo verður hægt að kaupa fötin mín í uppáhalds búðinni minni, Kiosk á Laugavegi 65.


KYRJA LOOKBOOK A/W 13/14

Ljósmyndari: Marsý Hild Þórsdóttir
Model: Marilyn Rose
Make-up: Bunny Hazel Clarke

No comments:

Post a Comment