Monday, August 5, 2013

HVER ER TANJA BJÖRK?



Nafn: Tanja Björk Ómarsdóttir Aldur: 26
Staður: Reykjavík Starf: Leikkona og fjöllistakona Áhugamál? Sirkús, dans, yoga, heilsa, heilun, hestamennska, dýr, náttúra, heimspeki, bókmenntir, hverskonar listir, ferðalög... Veit ekki hvort það teljist beint sem áhugamál, en ég hef mjög gott og gaman af því að lesa mig til um snillinga sem eru að vinna að því að gera heiminn að betri stað. Hvenær byrjaðir þú að leika? Ég byrjaði að leika í fimmta bekk, lék brjáluðu eiginkonu slátrarans. Lék smá þegar ég var í MH en byrjaði fyrir alvöru í Kvikmyndaskólanum Haustið 2011. Hvað er það besta við starf þitt? Maður er alltaf í teymi skapandi og yfirleitt duglegra einstaklinga, það hefur mikið að segja, mér finnst góð samvinna falleg. Svo finnst mér þetta einfaldlega vera það skemmtilegasta sem ég geri, svo það er frábært að leikur og starf haldist í hendur. Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið? Hef komið að svo mörgum skemmtilegum verkefnum, en mér fannst stemmingin á settinu þegar við vorum að taka upp "Aurar", stuttmynd eftir Emil Morávek, hafa verið ein sú besta, mikil hlýja og hlátur með yndislegu fólki. Síðasta verkefni? Stuttmynd eftir franskan leikstjóra, tekin upp hérna á Íslandi, sem var því miður aflýst í miðjum tökum. Uppáhalds staður á Íslandi? Vestmannaeyjar. Uppáhalds borg? Get ekki ákveðið á milli Parísar, Montreal og Barcelona. Uppáhalds matur? Sushi hittir alltaf í mark, pönnukökur, en mér finnst taílenskur, indverskur og ítalskur matur einnig ljúffengur.




No comments:

Post a Comment