Monday, August 26, 2013

HELICOPTER /// HELGA LILJA


Hvernig myndir þú lýsa þér? 
Sem ágætlega hressri manneskju sem reynir að vera eins dugleg og hún getur. 

Hvað hefur þú starfað lengi sem fatahönnuður?
Helicopter hef ég starfrækt í núverandi mynd í rúm tvö og hálft ár en hef starfað sem fatahönnuður, að einhverju leiti, í fimm ár í rauninni. 

Hefur þú lært fatahönnun? Ef svo hvar?
Ég lærði fatahönnun hér heima á Íslandi í Listaháskóla Íslands en fór sem skiptinemi til Amsterdam í Gerrit Rietveld. Þar finnst mér ég hafa lært það sem ég þurfti á að halda fyrir framtíðina, hingað til. 

Hvað er það besta við starf þitt?
Sveigjanleikinn.

Stutt lýsing á Kiosk?
Kiosk er samstarf sjálfstætt starfandi hönnuða. Í dag eru sjö hönnuðir sem sameina krafta sína þar. Við erum öll eigendur búðarinnar og hjálpumst að við rekstur búðarinnar. 

Hver er stærsti kostur Kiosk?
Máttur fjöldans hefur mikið að segja í Kiosk. Að reka búð alveg sjálfstætt er meira en að segja það. Við erum öll vinir og getum hjálpast að með ýmiskonar þætti hönnunarinnar. Búðin er á góðum stað og birtan þar inni er mjög góð. 

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

MYNDAÞÁTTUR - HELICOPTER

Ljósmyndari - Margrét Unnur
Stílisering - Anna Maggý
Make-up - Helga Fjóla
Módel - Una @Elite

No comments:

Post a Comment