Monday, August 26, 2013

HVER ER ÚLFAR LOGA?Nafn: Úlfar Loga 
Aldur: 20 ára 
Staður: Reykjavík
Starf: Pössunarpía

Hver eru svona helstu áhugamál þín? 
Mitt fyrsta og fremsta áhugamál er ljósmyndun og myndvinnsla en svo er ég mikill áhugamaður um star trek og er með mikið blæti fyrir skipum.

Hvað hefur þú verið að mynda lengi?
Ég byrjaði að mynda þegar ég var svona 15 ára en byrjaði ekki að alvöru fyrr en ég var 17 ára.

Hvert stefnir þú í framtíðinni?
Langtíma markmið mitt er að verða ljósmyndari en svo langar mig að stofna mitt eigið tímarit og opna gallerí, hvort sem það er hér á landi eða erlendis.

Uppáhalds staður á Íslandi?
Ég verð að segja Harlem, ég elska að koma þar inn og dansa uppi á borðum í sveittu andrúmslofti.

Uppáhalds borg?
Ég hef reyndar bara komið þangað einusinni en ég verð að segja Berlín, ég féll bara fyrir þeirri borg þegar ég fór þangað síðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Þeir sem þekkja mig vel vita það að ég er mikill matmaður og að ég elska að borða en samt á ég erfitt með að velja einhvern einn mat, en ég verð að segja flestir sjávarréttir, I love me some seafood.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
Þið getið fylgst með mér á blogginu mínu www.ulfarloga.blogspot.com, ég skrifa ekki mikið heldur pósta ég bara myndum úr mínu lífi og einstaka sinnum einhverjum verkefnum sem ég er að vinna að. Fyrstu færsluna setti ég inn 1 Febrúar 2011 sem gerir það næstum því 2 ½ árs. Endilega kíkjið á það og fylgist með.No comments:

Post a Comment