Thursday, June 20, 2013

HVER ER ANTONÍA?
Nafn: Antonía Lárusdóttir

Aldur: 17 ára

Staður: Ég er Vesturbæingur

Skóli: Menntaskólanum við Hamrahlíð

Starf: Sandholt Bakarí


Hver eru svona helstu áhugamál þín?
 Ég hef áhuga á tónlist, ljósmyndun, stíliseringu, förðun, góðum mat og list. 

Hvert stefniru í framtíðinni?
 Eftir menntaskóla vil í fara til útlanda í góðann ljósmyndaskóla. Eftir skólann vil ég stofna fyrirtæki 
sem selur myndir sem ég stílisera, farða og ljósmynda. 

Uppáhalds staður á Íslandi?
 Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi verður að vera í sjónum og það skiptir í raun og veru ekki hvar. Bara þar sem er sjór er ég hamingjusöm. 

Uppáhalds borg?
 Uppáhalds borgin mín er New York. Ég fékk ferð þangað í fermingargjöf og hef verið ástfangin síðan. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
 Það er ekki til neitt betra en gnocchi með Gorgonzola sósu sem pabbi minn gerir.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?
www.antiphotographer.blogspot.comhér fyrir neðan má sjá myndir eftir antoníu
No comments:

Post a Comment