Thursday, June 13, 2013

HVER ER ELLEN LOFTS?

Ellen Lofts er einn fremsti stílisti landsins. Ellen hefur starfað sem stílisti við hin ýmsu verkefni svo sem tísku, auglýsingar og tónlistarmyndbönd bæði hér og erlendis undanfarin ár. Hún hefur meðal annars unnið verkefni á borð við Game of Thrones, Thor 2, Nikon, HBO og Now Fashion. Ellen hefur einnig starfað sem listrænn stjórnandi Reykjavík Fashion Festival.

Ellen er skemmtileg hæfileikarík ung kona svo okkur datt í hug að taka stutt viðtal við hanaHvernig myndir þú lýsa þér? 
Ég myndi segja að ég væri bara ágætlega hress og skemmtileg ung kona á uppleið 

Hvað hefur þú starfað lengi sem stílisti?
Ég hef verið að taka að mér hin og þessi stílistaverkefni síðan 2006 samhliða námi eða annari vinnu en sem aðalstarf síðan 2009

Hvað er það besta við starf þitt? 
Starfið er margbreytilegt og er maður alltaf að kynnast nýju og skemmtilegu fólki svo það er erfitt að leiðast sem mér finnst afar mikilvægt í leik og starfi

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið?
Þau eru mörg og erfitt að gera uppá milli verkefna en ég hef aðeins verið að leikstýra sjálf og eru þau verkefni í miklu uppáhaldi hjá mér

Síðasta verkefni?
Herferð fyrir danska skómerkið Shoe The Bear sem er meðalannars selt í GK Reykjavík

Framtíðarplön? 
Að vera á góðum og skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki

Hvar er hægt að fylgjast með þér? 
Ég er með heimasíðu sem ég reyni að vera dugleg að setja inn ný verkefni
WWW.ELLENLOFTS.COM

Hér eru nokkur verkefni eftir hanaEndilega fylgist með WWW.ELLENLOFTS.COMNo comments:

Post a Comment