Wednesday, June 19, 2013

FOODPORN

SÚKKULAÐI KLATTAR

-Uppskrift-

500 gr smjör (lint)
200 gr sykur/hrásykur
400 gr púðursykur
4 tsk vanillusykur
4 egg
350 gr hveiti/spelt
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk kanill
550 gr haframjöl
200 gr. smátt skorið suðusúkkulaði (má auka og minnka)


-Aðferð-

Smjör, sykur og púðursykur þeytt þar til létt og ljóst. Eggjum bætt út í einu og einu í senn ásamt vanillusykri. Þurrefnum bætt út í, hveiti, matarsóda, salti og kanil, og í lokin er haframjöli, rúsínum og súkkulaði bætt við.
Búið til kúlur í höndunum, um það bil á stærð við tómata, setjið á plötu og fletjið lítillega út. Þið ættuð að ná um það bil 9 stykkjum á plötu. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.

Bakað í miðjum ofni við 200° í  ca 8-10 mínútur. Mikilvægt að baka ekki klattana of lengi, þeir eiga rétt að vera ljósbrúnir. Úr þessari uppskrift fékk ég um 30 klatta.

VERY NICE! 

No comments:

Post a Comment