Tuesday, June 18, 2013

FOODPORN

KORNBRAUÐ

-Uppskrift-

170 gr. Grófmalað spelt
80 gr. Haframjöl
1 1/2  dl. Létt ab mjólk
2 dl. Mjólk
1 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
2 msk. Sólblómafræ
2 msk. Sesamfræ
2 msk. Graskersfræ
1 msk. Mjólk til að pensla með

2 - 3 msk. Blönduð fræ til að strá yfir brauðið

Setjið þurrefni saman í skál og blandið þeim vel saman. Hellið ab-mjólk og venjulegri mjólk út í og hrærið þar til deigið verður orðið samfellt. Mótið eitt brauð úr deiginu. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið brauðið á ofnplötuna, penslið mjólk yfir brauðið og stráið blönduðum fræjum ofan á. 

Inn í ofn við 200°C í 25 mín. 

1 comment: